Velkomin á vefsíðu Vakurstaða

Close Icon
   
Contact Info     Símar 892 1210 / 893 7475

Öll starfssemi Vakurstaða er gæðavottuð af Búnaðarsambandi Íslands og Félagi hrossabænda sem heldur utan um verkefnið Gæðavottun í hrossarækt.

Hrossarækt

Á hrossaræktarbúinu Vakurstöðum fæðast á ári hverju tíu folöld. Þó að grunnurinn í ræktuninni sé breiður er alltaf leitast við að nota fyrsta flokks stóðhesta í ræktunarstarfinu sem hlotið hafa góðan kynbótadóm.

Meira 

Stóðhestar

Á Vakurstöðum er gott úrval hátt dæmdra stóðhesta. Vinsamlega hafið samband í síma eða með tölvupósti á netfangið halldora@vakurstadir.is til að panta undir stóðhest frá okkur.

Meira 

Ræktunarhryssur

Bakgrunnur ræktunarhryssna Vakurstaða byggir á breiðum grunni. Þar má nefna stóðhestafeður frá; Sauðárkróki, Viðvík, Krikjubæ, Holtsmúla, Ketilsstöðum, Sveinatungu og Flugumýri.

Meira 

Á Vakurstöðum er rekin metnaðarfull hrossarækt. Búið er ungt þó að hrossaræktin á Vakurstöðum eigi sér djúpar rætur.

Vakurstaðabúið er stolt af búinu og ræktunarnafninu sjálfu sem rekja má til landnáms. Metnaður Vakurstaða er að rækta vel sköpuð, hreingeng og viljug hross með allar gangtegundir.