Velkomin á vefsíðu Vakurstaða

Close Icon
   
Contact Info     Tel.: +354 892 1210

Vakurstaðir tilnefnt keppnishestabú ársins

Hafsteinn frá Vakurstöðum og Teitur Árnason ríða heiðurshring eftir að hafa sigrað A-flokk gæðinga á Landsmóti hestamanna 2018.

Landssamband hestamannafélaga hefur tilnefnt Vakurstaði, ásamt fleiri búum, sem keppnishestabú ársins 2018. Við á Vakurstöðum erum þakklát og glöð að vera tilnefnd sem keppnishestabú ársins 2018. Þetta ár er búið að vera gott á keppnishestabrautinni hjá Hafsteini og Takti frá Vakurstöðum.

Viljum við þakka knöpum og vinum sem hafa hjálpað búinu að ná þessum góða árangri.

Matthías Leó og Takur sigruðu töltið og hlautu kr. 100.000.- í verðlaunafé á opnu Gæðingamóti Smára.