Hrossarækt á Vakurstöðum
- 2013-16-07
- Eftir Vakurstaðir
- Vistað í flokki Vakurstaðir
Leiknir frá Vakurstöðum vakti mikla athygli á Stórsýningu hestamanna í Reiðhöllinni í Víðidal í vor. Framganga þessa fjögurra vetra stóðhests heillaði sýningargesti upp úr skónum, ný stjarna var komin fram! Dagana á eftir sýninguna máttu eigendur hans hafa sig alla við að svara fyrirspurnum og taka niður pantanir fyrir hryssur. En hvaðan er þessi efnilegi foli, undan hvaða hrossum er hann og hver ræktaði hann?
Fjölskyldan Bergstað
Leiknir er kenndur við Vakurstaði í Holtum sem er sex ára gamalt nýbýli úr landi Skammbeinsstaða og er nefnt eftir fornu eyðibýli sem er í landi þess. Eigandi Leiknis er Halldóra Baldvinsdóttir í Reykjavík. Hún er kona Valdimars Bergstað, sem jafnan er kenndur við fyrirtæki sitt, Málningu hf. Sonur þeirra, Hjörtur Bergstað, er kunnur hestamaður og sonur hans, Valdimar Bergstað yngri, er efnis reiðmaður, hefur m.a. vakið athygli fyrir góðan árangur á skeiðhestum þótt hann sé aðeins 13 ára.
Leiknir, undan Safír frá Viðvík, er kominn í fyrstu verðlaun, með 8,08 í aðaleinkunn. Það skal tekið fram að þótt afkvæmi Gæfu hafi ekki slegið í gegn á sýningum ennþá eru til undan henni mjög góð reiðhross, t.a.m. hestur undan Svarti frá Unalæk sem er rúmur og hágengur töltari. En það er ekki nóg að hafa góðan efnivið, það verður að vinna rétt úr honum. Óhætt er að segja að Vakurstaðafólkið hafi haft heppnina með sér í vetur hvað það varðar. Í vetur var tamin fjögurra vetra hryssa undan henni og Safír frá Viðvík og spáir Hjörtur vel fyrir henni.
Reyndi að sporna við
Segja má að kveikjan að hestamennsku fjölskyldunnar sé komin frá Halldóru. Faðir hennar, Baldvin Einarsson, var hestamaður og Halldóra fékk brennandi áhuga strax sem barn. Hún hætti að ríða út þegar hún var 24 ára, var þá komin með eiginmann og börn. En áður hafði hún sáð fræjum sem erfitt reyndist að uppræta, því hún tók kornunga drengina sína með sér á hestbak og reiddi þá á hnakknefinu fyrir frama sig. Hjörtur fór síðar í sveit að Vatnsleysu í Biskupstungum og þegar hann var fjórtán ára gaf heimilisfólkið á bænum honum hest í fermingargjöf. Þar með hófst hestamennska fjölskyldunnar aftur, þrátt yfir að húsbóndinn væri ekki hestamaður. „Ég reyndi að sporna við þessu en með lélegum árangri,“ segir Valdimar í gamansömum tón þegar þetta er rifjað upp. „Já, ég man að pabbi kvartaði mikið undan hestalyktinni í bílnum sem hann lánaði mér oftar en ekki til að fara í hesthúsið. Núna er hann alveg hættur að tala um hana, enda kominn á kaf í hestamennsku sjálfur,“ segir Hjörtur.
Hrossarækt fyrir tilviljun
„Það var aldrei ætlunin að fara út í hrossarækt og við teljum okkur ekki vera að rækta hross í þeim skilningi,“ segja þau Halldóra og Valdimar. „Við erum í hestamennsku fyrst og fremst af því að við höfum gaman af að ríða út; förum í hestaferðir á hverju ári og höfum yndi af að umgangast hrossin. Við keyptum jörðina í þeim tilgangi að hafa reiðhrossin okkar þar á sumrin en ekki til að koma okkur upp stóði. Okkur langaði hins vegar að eignast góða hryssu, eina eða tvær, og fá folöld á vorin vegna þess að við höfum aðstöðu til þess; rækta okkar eigin reiðhesta.“
-Hverjar eru ykkar helstu hryssur?
Lyfting var tamin og sýnd en fékk ekki sérlega góðan dóm, 7,64 í aðaleinkunn. Það gerðu því flestir ráð fyrir því, sem eðlilegt er, að Gæfa yrði stoðin og styttan í hinni smáu hrossarækt á Vakurstöðum. Ennþá er list_juni_2003 ekki útséð um að svo verði en það óvænta hefur þó gerst að afkvæmi Lyftingar hafa reynst mun betur, enn sem komið er. Dóttir hennar, List frá Vakurstöðum, undan Óði frá Brún, er lista góð hryssa og komst fjögurra vetra á LM 2002 þar sem hún fékk 8,01 í aðaleinkunn og hækkaði nú í vor í 8,27, klárhryssa. Undanfarin ár hafa þau verið með fólk í vinnu við að temja og þjálfa hrossin þar sem þau eru öll í fullri vinnu við önnur störf. „Hjá okkur starfaði í vetur ungur tamningamaður, Árni Björn Pálsson, frábær tamningamaður og drengur góður. Þó hrossin hafi verið góð þá veldur hver á heldur,“ segir Hjörtur og öll eru þau sammála um að Árni Björn hafi tamið og þjálfað hrossin sérlega vel.
Hefði þurft meiri tíma
Valdimar segir að afkvæmi Lyftingar hafi ekki komið sér á óvart. Hann hafi alltaf staðið í þeirri trú að hryssan hafi verið gæðingur, hún hafi ekki náð að sýna hvað í henni bjó. Leiknir frá Vakurstöðum. Knapi Árni Björn Pálsson. Hjörtur er á sama máli og segir: „Hún hefði þurft meiri tíma. Okkur liggur alltaf svo mikið á. Það eru bara ekki öll hross sem þola þennan hraða í þjálfuninni. Lyfting var viljug, flott og hágeng reiðhryssa en hefði þurft meiri tíma til að ná styrk til að þroska gangtegundirnar. Hún fór á öllum gangi undir sjálfri sér, rúmum og fallegum.“ Halldóra bætir við að Lyfting sé eftirtektarverð í hrossahópi og beri af öðrum hrossum. Svo sé hún einstaklega skemmtileg í umgengni.
Sunna frá Votmúla
Fyrir nokkrum árum keypti Hjörtur helminginn í gæðingshryssunni Sunnu frá Votmúla af Freyju Hilmarsdóttur. Hann á nú tvo hesta undan henni, annan undan Orra frá Þúfu og hinn undan Hrynjanda frá Hrepphólum. „Þegar ég sá Sunnu á fjórðungsmótinu ´96 á Hellu þá sagði ég við sjálfan mig: Þessa hryssu verð ég að eignast. Mér tókst það ekki alveg en er auðvitað mjög ánægður að fá annað hvert folald undan henni. „Sunna er undan Dreyra frá Álfsnesi og Dúnu frá Stóra-Hofi, sem var undan Náttfara frá Ytra-Dalsgerði og Nótt frá Kröggólfsstöðum. Hún er klárhryssa með 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk og vilja. Já, svona gerast hlutirnir á stundum, fara á annan veg en ætlast var til í upphafi. Eitt er víst að það verður erfitt að snúa við blaðinu úr þessu, fjölskyldan Bergstað er komin á bragðið. Það sem í upphafi átti einungis að vera dægrastytting er nú orðið að alvöru hrossarækt með gæði umfram magn. Gæfa, Lyfting og List eru úrvals hryssur og væntanlega á eftir að bætast í hópinn ein eða fleiri undan Sunnu frá Votmúla.
Greinin birtist í 2. tbl tímaritsins HESTA 2003.
Höfundur: Jens Einarsson.