Velkomin á vefsíðu Vakurstaða

Close Icon
   
Contact Info     Tel.: +354 892 1210

Íslandsmeistari Vakurstaða

Hafsteinn frá Vakurstöðum, Landsmótssigurvegarinn í fimmgangi og íslandsmeistarinn Teitur Árnason.

Teitur Árnason var krýndur Íslandsmeistari í fimmgangi á Hafsteini frá Vakurstöðum með einkunnina 7,47. Allir bestu hestar og knapar landsins voru mættir á Íslandsmótið sem var haldið af hestamannafélaginu Spretti á mótssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal sem nýverið lauk við að halda Landsmót hestamanna.

Teitur og Hafsteinn voru efstir eftir forkeppnina og sigruðu loks úrslitin örugglega. Á eftir kom Hinrik Bragason á glæsihestinum Byr frá Borgarnesi með einkunnina 7,27. Í þriðja til fjórða sæti voru Sylvía Sigurbjörnsdóttir á hesti sínum Héðni Skúla frá Oddhóli og Helga Una Björnsdóttir á Álfrúnu frá Egilsstaðakoti; báðar með einkunnina 7,07.

Það er gaman að fylgjast með Teiti Árnasyni og Hafsteini frá Vakurstöðum blómstra á keppnisbrautinni þessa misserin.

Niðurstöður Fimmgangur F1
Opinn flokkur – Meistaraflokkur
Forkeppni
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Teitur Árnason / Hafsteinn frá Vakurstöðum 7,47
2 Hinrik Bragason / Byr frá Borgarnesi 7,27
3-4 Sylvía Sigurbjörnsdóttir / Héðinn Skúli frá Oddhóli 7,07
3-4 Helga Una Björnsdóttir / Álfrún frá Egilsstaðakoti 7,07
5 Þórarinn Ragnarsson / Hildingur frá Bergi 7,00
6 Viðar Ingólfsson / Óskahringur frá Miðási 6,97
7-8 Gústaf Ásgeir Hinriksson / Sproti frá Innri-Skeljabrekku 6,93
7-8 Ásmundur Ernir Snorrason / Kaldi frá Ytra-Vallholti 6,93
9-11 Hjörvar Ágústsson / Ás frá Kirkjubæ 6,83
9-11 Sigurður Vignir Matthíasson / Bjarmi frá Bæ 2 6,83
9-11 Sina Scholz / Nói frá Saurbæ 6,83