Taktur og Matthías Leó sigruðu töltið
- 2018-17-08
- Eftir Vakurstaðir
- Vistað í flokki Fréttir
Matthías Leó og Taktur frá Vakurstöðum sigruðu T3 töltið á opnu gæðingamóti hestamannafélagsins Smára fyrr í sumar með einkunnina 7.27. Margir fræknir knapar mættu til leiks með gæðinga sína og óhætt er að segja að þarna tókust á fremstu knapar og hestar á þessu skemmtilega móti.
Við á Vakurstöðum erum stolt af árangri Takts og Matthíasar Leó. Auk þess var hann valinn knapi mótsins fyrir hönd hestamannafélagsins Trausta.