Velkomin á vefsíðu Vakurstaða

Close Icon
   
Contact Info     Tel.: +354 892 1210

Taktur og Matthías Leó sigruðu töltið

Matthías Leó og Takur sigruðu töltið og hlautu kr. 100.000.- í verðlaunafé.

Matthías Leó og Taktur frá Vakurstöðum sigruðu T3 töltið á opnu gæðingamóti hestamannafélagsins Smára fyrr í sumar með einkunnina 7.27. Margir fræknir knapar mættu til leiks með gæðinga sína og óhætt er að segja að þarna tókust á fremstu knapar og hestar á þessu skemmtilega móti.

Við á Vakurstöðum erum stolt af árangri Takts og Matthíasar Leó. Auk þess var hann valinn knapi mótsins fyrir hönd hestamannafélagsins Trausta.