Velkomin á vefsíðu Vakurstaða

Close Icon
   
Contact Info     Tel.: +354 892 1210

Hafsteinn frá Vakurstöðum efstur eftir forkeppni

Teitur Árnason og Hafsteinn frá Vakurstöðum. Ljósmynd©Jens Einarsson

Hafsteinn frá Vakurstöðum og Teitur Árnason eru efstir eftir forkeppni í A-flokki gæðinga á Landsmóti hestamanna í dag. Mikil barátta var um efsta sætið sem endaði þannig að Hafsteinn frá Vakurstöðum hlaut 8,90 og efsta sætið og Arion frá Eystra-Fróðholti 8,85 í öðru sæti.

Á eftir komu í þriðja sæti Sjóður frá Kirkjubæ sem Teitur Árnason er einnig knapi á með 8,80, fjórða sætið Kolskeggur frá Kjarnholtum sem Daníel Jónsson sat með 8,78 og Atlas frá Lýsuhóli, knapi Jóhann Kristinn Ragnarsson, líka með 8,78 í fimmta sæti.

Mikil stemning var í brekkunni í dag og skemmtu áhorfendur sér vel yfir þessum miklu gæðingum sem fyrir sjónir bar. Mikil spenna ríkir fyrir komandi milliriðla sem hefjast á fimmtudaginn.

Hægt er að sjá hér sætaröðun hestanna eftir forkeppnina á vef Landsmóts