Fjalar sonur Leiknis og Furu
- 2018-29-06
- Eftir Vakurstaðir
- Vistað í flokki Fréttir
Fjalar frá Vakurstöðum er efnilegur foli á fimmta vetri undan Leikni frá Vakurstöðum og Furu frá Enni. Hágengur og skrefmikill hestur sem gustar af. Fjalar hefur fas, mýkt og kosti foreldra sinna.
Fura frá Enni Sveins-Hervars dóttir sem Árni Björn Pálsson sýndi hlaut 9,0 fyrir vilja- og geðslag, fegurð í reið, tölt, brokk og hægt tölt. Miklir kostir þar á ferð. Móðir Furu er hin þekkta keppnis- og gæðingamóðir Sending frá Enni, klárhryssa fædd 1992 og hlaut 8,31 fyrir hæfileika með sex níur.
Hér er knapi á Fjalari frá Vakurstöðum Matthías Leó Matthíasson.