Vakurstaðir í fortíð og nútíð
- 2013-16-07
- Eftir Vakurstaðir
- Vistað í flokki Vakurstaðir
Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sem skráð var í árið 1708 um Holtamannahrepp er Vakurstöðum lýst þannig: Vakurstaðir heita í Skammbeinsstaðalandi nú sem stendur. Hefur auðsýnilega bær verið og sér glöggt fyrir túni, girðingum og bæjarhúsarústum, merkigarði milli Skammbeinsstaða og þessara Vakurstaða, svo og heitir Vakurstaðaengi, er þeirri jörð skal fylgt hafa.
Enginn man að þessi jörð byggð hafi verið og meinast hún í tvö hundruð ár eður þar um í eði verið hafa. Kynni eins og til forna, aftur að byggjast, því ekkert grandar jörðunni en þetta lenti í sama stað því svo yrði Skammbeinsstaðir smærri jörð og leiguminni hverri nú fylgir þetta Vakurstaðaland allt. Þess má geta að elsta kunna heimldin um Vakurstaði er máldagi Oddakirkju frá 1270.
Í dag er rekin metnaðarfull starfssemi á Vakurstöðum. Búið á Vakurstöðum á sér djúpar rætur í gegnum hryssuna Lyftingu frá Ysta-Mó sem er undan Hervari frá Sauðárkróki og Boniju frá Syðra- Skörðugili en faðir hennar er Sörli frá Sauðárkróki. Það má segja að þegar litið er yfir ræktunarhryssurnar á Vakurstöðum kemur í ljós að bakgrunnurinn byggir á nokkuð breiðum grunni. Þar má nefna stóðhestafeður frá þekktum hrossaræktabúum; Sauðárkróki, Viðvík, Krikjubæ, Holtsmúla í Skagafirði, Ketilsstöðum á Héraði, Sveinatungu og Flugumýri í Skagafirði osv.frv.
Vakurstaðabúið er stolt af búinu og ræktunarnafninu sjálfu sem rekja má til landnáms. Metnaður Vakurstaða er að rækta vel sköpuð, hreingeng og viljug hross með allar gangtegundir. Öll starfssemin hefur verið gæðavottuð af Búnaðarsambandi Suðurlands og Félagi hrossabænda sem heldur utan um verkefnið Gæðavottun í hrossarækt. Kapp er lagt í að viðhalda og betrumbæta allt gæðaeftirlit og að hrossin séu heilbriðgð í uppvexti sem er hornsteinninn að farsælli hrossarækt. Á búinu fæðast á ári hverju tíu folöld. Þó að grunnurinn í ræktuninni sé breiður er alltaf leitast við að nota fyrsta flokks stóðhesta í ræktunarstarfinu sem hlotið hafa góðan kynbótadóm.