Vakurstaðir tilnefnt keppnishestabú ársins
- 2018-21-10
- Eftir Vakurstaðir
- Vistað í flokki Fréttir
Landssamband hestamannafélaga hefur tilnefnt Vakurstaði, ásamt fleiri búum, sem keppnishestabú ársins 2018. Við á Vakurstöðum erum þakklát og glöð að vera tilnefnd sem keppnishestabú ársins 2018. Þetta ár er búið að vera gott á keppnishestabrautinni hjá Hafsteini og Takti frá Vakurstöðum.
Viljum við þakka knöpum og vinum sem hafa hjálpað búinu að ná þessum góða árangri.