Velkomin á vefsíðu Vakurstaða

Close Icon
   
Contact Info     Tel.: +354 892 1210

Folöld fædd á Vakurstöðum í vor

Rauðskinna frá Kirkjubæ með folaldi sínu

Á Vakurstöðum fæðast á hverju ári nokkur folöld og þetta vor var engin undantekning á því. Undan Leiknisdótturinni Bjólu frá Feti og gæðingnum Hrannari frá Flugumýri II fæddist bleikstjörnótt folald sem fékk nafnið Demantur, þá kom jarpskjótt merfolald sem enn á eftir að gefa nafn undan ræktunarhryssunni Rauðskinnu frá Kirkjubæ og Gaumi frá Auðsholtshjáleigu

Orradóttirin Hending frá Hvolsvelli kastaði mósóttu merfolaldi við Hrannar frá Flugumýri II og fékk hún nafnið Hrönn frá Vakurstöðum. Við vonum að þessir demantar frá Vakurstöðum vaxi og dafni í framtíðinni.